Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið. Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og […]
Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]
Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)
Þjóðhátíðararmbönd – 8 dagar

Það geta myndast langar biðraðir við hliðið inn á hátíðarsvæðið Í Herjólfsdal og í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd eru gestir eindregið hvattir til að ná í armbönd sem fyrst. Opið verður á Básaskersbryggju fimmtudaginn 28. júlí kl. 12-22 fyrir þá sem hafa keypt miða og vilja sækja armband. Innrukkun í Herjólfsdal hefst föstudaginn 29. júlí kl. […]