Frumflutningur á Sirkús

Hljómsveitin Reykjavíkurdætur voru að senda frá sér nýtt lag í dag, Sirkús, en þær munu frumflytja lagið eftir viku í Herjólfsdal. Samhliða frumflutningnum munu dæturnar koma fram í nýjum búningum og rugluðu ljósashowi. Mynd og texti frá vefnum vísir.is Eyjakonan Þura Stína er í hljómsveitinni, en hún er í stóru viðtali í næsta blaði Eyjafrétta. […]
Syndir frá Eyjum í Landeyjasand í dag

Sigurgeir Svanbergsson mun synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda í dag klukkan 15:45 til styrktar Barnaheillum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar og hefst á Eiðinu. Þetta kemur frá á FB-síðu Magga Braga. Þú getur veitt stuðning hér: https://sofnun.barnaheill.is/ (meira…)
Breytingar á umferð vegna Þjóðhátíðar – 7 dagar

Eftirfarandi breytingar á umferðarskipulagi í Vestmannaeyjum taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 29. júlí nk. og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 1. ágúst nk.: Hámarkshraði á Dalvegi verður lækkaður úr 50 km/klst. í 15 km/klst. og framúrakstur bannaður. Umferð um Dalveg verður einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. […]