ÍBV á möguleika á að koma sér af fallsvæðinu þegar Eyjamenn mæta Leikni í fjórtándu umferð Bestu deildar karla á Domusnova-vellinum í dag kl. 14.00. Leikn­ir er með tíu stig eins og FH en ÍBV og ÍA eru með átta stig en ÍBV er sæti ofar á hagstæðara markahlutfalli.

Það er því mikið undir fyrir bæði lið en miðað við síðustu leiki á ÍBV góða möguleika á sigri. Það stóð tæpt gegn Val hér heima en strákarnir sýndu karakter sem skilaði ÍBV þremur stigum. Áður hafði liðið staðið í KA sem er í þriðja sæti deildarinnar og er ÍBV annað liðið sem náð hefur stigum af Breiðabliki sem trónir á toppi deildarinnar.

Það er  mikið í húfi en tveir síðustu leikir Eyjamanna gefa von um hagstæð úrslit í Breiðholtinu í dag.

Staðan:

L Mörk Stig
Breiðablik 13 38:14 34
Víkingur R. 13 31:18 28
KA 13 25:16 24
Stjarnan 13 24:17 23
Valur 13 22:21 20
Keflavík 13 24:23 17
KR 13 17:20 17
Fram 13 22:30 14
FH 13 16:23 10
Leiknir R. 13 11:22 10
ÍBV 13 15:26 8
ÍA 13 13:28 8