Hermann Hreiðarsson rifjar upp skemmtileg atvik af þjóðhátíð og þau uppátæki sem Vallógengið tók sér fyrir hendur.

„Við slógum Dalinn og eitt árið slógum við ansi stórum stöfum, Vallógengið í brekkuna þannig að það vissu auðvitað allir hverjir við vorum, vildum við meina. Þetta sást frá tunglinu,“ segir Hermann og hlær. 

En hvaða þjóðhátíð skyldi Hermanni þykja eftirminnilegust?
Það er hátíðin 1995. Það var frábært veður, við komnir í ÍBV og þetta var fagnsumarið mikla.  Þetta var lygilegt með fögnin, það var svo mikil stemning að þau tóku orðið stóran part í undirbúningi fyrir leiki. Var þannig að ef við æfðum þrjú fögn þá skoruðum við þrjú mörk.

Á myndinni er Hermann með fjölskyldu sinni.

Nánari umfjöllun er í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kemur út í dag, 26. júlí. Blaðið er borið út til áskrifenda, en fæst í lausasölu í Krónunni, Klettinum og Tvistinum.