Í tilkynningunni frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum eru gestir Þjóðhátíðar hvattir til að skemmta sér vel, vera vakandi og líta til með náunganum. Tilkynningin er hér:
Við vonum að allir muni  skemmta sér vel og njóta þeirra fallegu náttúru sem Vestmannaeyjar hafa upp á að bjóða. Við viljum hvetja fólk til að sýna samfélagslega ábyrgð á hátíðinni. Verum vakandi!
Gerum kröfur um öryggi á djamminu. Verum vakandi og stígum inn í þegar við sjáum einhvern með yfirgang eða að áreita aðra. Elskum friðinn og förum ekki yfir mörk annara.
Könnum hvort allt sé í góðu og hikum ekki við að spurja ef við erum ekki viss:
Er allt í góðu?