„Ísfé­lag Vest­manna­eyja hagnaðist um 40,6 millj­ón­ir banda­ríkja­dala í fyrra, eða sem svar­ar 5,3 millj­örðum króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok árs­ins. Fé­lagið nær þre­faldaði hagnaðinn milli ára,“ segir á 200 mílum Morgunblaðsins á mbl.is.

Er vitnað í nýbirtan í nýbirtan árs­reikn­ing félagsins fyr­ir árið 2021. „Fé­lagið hagnaðist um 13,99 millj­ón­ir dala árið 2020, eða um 1,78 millj­arða króna miðað við gengi dals­ins gagn­vart krónu í lok þess árs. Læt­ur því nærri að Ísfé­lag Vest­manna­eyja hafi þre­faldað hagnaðinn milli ára.

Fram kem­ur í skýr­ing­um með árs­reikn­ingn­um að loðnu­vertíðin hafi haft sitt að segja um af­kom­una.

„Rekst­ur fé­lags­ins gekk vel á ár­inu og juk­ust tekj­ur og af­koma batnaði mikið frá fyrra ári. Þetta skýrist einna helst af loðnu­vertíð á ár­inu 2021 en ekki voru stundaðar loðnu­veiðar síðustu tvö ár þar á und­an. EBITDA jókst um 27 millj­ón­ir dala og vaxta­ber­andi skuld­ir lækkuðu um 20,4 millj­ón­ir dala. Á ár­inu fjár­festi fé­lagið í upp­sjáv­ar­skip­un­um Suðurey VE11 og Álsey VE2,“ seg­ir í árs­reikn­ingn­um,“ segir einnig í fréttinni á mbl.is og vísað í umfjöllun í Morg­un­blaðinu í dag.