Mikið flæði fólks var um Land­eyja­höfn í gær, enda fjöldi fólks á leið heim af Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um. Sem áður var lög­regl­an á Suður­landi í höfn­inni með mikið og strangt eft­ir­lit en hver ein­asti ökumaður á leið þaðan út var lát­inn blása í áfeng­is­mæli.

Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfs­dal þegar mest lét og því má bú­ast við að að minnsta kosti tíu til ell­efu þúsund gest­ir af meg­in­land­inu hafi haldið til síns heima í gær.

„Við höfðum af­skipti af öll­um sem fóru út af svæðinu og lét­um blása í áfeng­is­mæli. Það voru nokkr­ir sem reynd­ust yfir refsi­mörk­um. Ætli það hafi ekki verið um tíu öku­menn,“ seg­ir Bjarki Odds­son, starf­andi aðal­varðstjóri í dag og í gær.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Þá voru milli 20 og 30 sem mæld­ust og var gert að hækka akstri, en voru und­ir refsi­mörk­um.

Bjarki seg­ir lög­regl­una á Suður­landi ekki hafa tölu á því hversu marg­ir öku­menn fóru um höfn­ina í gær en ljóst er að það voru að minnsta kosti nokk­ur þúsund.

Þetta kemur fram á mbl.is