Í dag hefst Íslandsmótið í golfi á golfvellinum í Vestmannaeyjum, en þar koma saman 152 bestu kylfingar landsins. Mikið umfang er á mótinu og eru götulokanir í gildi frá kl. 06:00-15:00 frá í dag, fimmtudegi til og með sunnudags þegar mótið klárast.

Einnig má gera ráð fyrir aukinni umferð á bílastæðunum við Týsheimilið og Íþróttamiðstöðina þar sem það verður notað sem bílastæði fyrir kylfinga.

Götulokanir vegna Íslndsmótsins í golfi.