Í dag fer fram leikur Selfoss og ÍBV  í 11. umferð Bestu deildar kvenna. ÍBV situr í 4. sæti deildarinnar með 17 stig en Selfoss er í 6. sæti með 14. stig.

Góð sigling hefur verið á ÍBV liðinu undanfarið og þrátt fyrir meiðsl leikmanna er ástæða til bjartsýni því liðið hefur nýlega fengið tvo góða leikmenn í hópinn.

Auður Shceving kemur til með að standa í markinu út tímabilið, en hún er á láni frá Val.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

Auk hennar er Bandaríski leikmaðurinn Madison Wolfbauer komin og spilar út tímabilið, en hún er sóknarmaður.

Spennandi leikur framundan á Selfossi á JÁVERK vellinum kl. 17:30

Aðrir leikir dagsins í Bestu deild kvenna eru:
Valur-Þór/KA á Origo vellinum kl. 17:30
KR-Stjarnan á Meistaravöllum kl. 19:15
Afturelding-Þróttur R á Varmá kl. 20:00

Auður Shceving er komin í markið á láni frá Val.
Madison er komin frá Bandaríkjunum og spilar með ÍBV út tímabilið.