„Aðeins sekúndum mátti muna að heil fjölskylda léti lífið vegna koltvísýringseitrunar í fellihýsi á dögunum. Þau segjast þakklát fyrir að ekki fór verr og að tveggja ára sonur þeirra eigi nú allt lífið fram undan,“ segir á Vísi.is þar sem því er lýst þegar þriggja manna fjölskylda var hætt komin á tjaldstæði á Akureyri fyrir þremur vikum.

Á Vísir.is segir:

Það eru þau Bylgja Dís Birkisdóttir, sem er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og Bragi Jónsson og tveggja ára sonur þeirra, Birkir Orri.  Þau voru í fellihýsi, líkt og þau höfðu oft gert áður. „Það varð þó ljóst að þessi ferð yrði ekki eins og aðrar þegar Bylgja vaknaði skyndilega aðfaranótt föstudagsins 15. júlí með hjartsláttartruflanir og mikla öndunarerfiðleika.

Vestmannaeyjabær – framkvstjóri umhv.-og frkv.sviðs

„Ég hélt fyrst að ég væri bara að fá hjartaáfall eða eitthvað. Ég vissi alla vega að það væri eitthvað alvarlegt að gerast með mig og hugsaði, ég er bara að fara að deyja núna. Þetta var bara tilfinning sem ég hef sem betur fer aldrei fundið áður,“ segir Bylgja.

Hún kallaði þá strax á Braga, sem var sofandi í hinum enda fellihýsisins, og reyndi hann að komast að því hvað væri að. Þá var honum aftur á móti ljóst að Bylgja væri að líða út af.

„Ég sé bara að ég er í rauninni ekki að fara að gera neitt því hún kom varla upp skiljanlegu orði. Þannig þá ætla ég bara að fara að hringja á sjúkrabíl og skyndilega fæ ég svona tilfinningu að ég sé að fara að detta út líka,“ segir Bragi.

Sjá nánar á https://www.visir.is/g/20222294293d/-eg

Mynd: Bragi Jónsson og Bylgja Dís Birkisdóttir ásamt Birki Orra við fellihýsið. VÍSIR/ÍVAR FANNAR