Nú stendur yfir snjallmælavæðing hjá HS veitum, í því felst að verið er að skipta um alla orkumæla á heimilum í Vestmannaeyjum og er sú vinna langt komin.

Ívar Atlason hjá HS veitum segir að búið sé að skipta um alla heitavatns- og kaldavatnsmæla og vinna við rafmangsmæla standi yfir nú. Vonir standa til að öll heimili í Vestmannaeyjum verði komin með nýju mælana fyrir árslok.

Ávinningurinn af mælunum er helst sá að þegar þeir eru full uppsettir, mun notandinn alltaf greiða fyrir raunnotkun hverju sinni, reikningur í lok mánaðar verður þá allta fyrir raunnotkun þess mánaðar. Álestur frá starfsmanni og áætlun í notkun munu þá heyra sögunni til, enda eins og margir kannast við hefur það fyrirkomulag auðsjáanlegt óhagræði þegar áætlun reynist langt frá raunnotkun vegna breytinga í fjölskyldustærð eða við tilkomu nýs rafmangstækis á heimilið.

Ívar segir að mælarnir komi til með að senda álesturinn á svokallaðar safnstöðvar, og virkar þetta í um 96% tilfella enn sem komið er. En enn sé verið að slípa kerfið til og laga síðustu hnökrana.