Lögreglan í Vestmannaeyjum auglýsir nú á facebook síðu sinni eitthvað af þeim munum sem hafa fundist í Dalnum eftir Þjóðhátíð.

Þar á meðal má finna allt frá símum og sólgleraugum til orginal lopapeysa og regnstakka.

Gleymdir þú einhverju í Dalnum?
Kannski er Lögreglan í Vestmannaeyjum með dótið, kíktu á síðuna þeirra hér og kannaðu málið.