Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö stig í þremur leikjum. Eru með tólf stig í níunda sæti eftir að hafa vermt botninn alltof lengi.

Það er því mikið í húfi fyrir Eyjamenn að styrkja stöðu sína í deildinni. KR-ingar, sem eru með 21 stig í sjötta sæti eygja enn möguleika á Evrópusæti mæta grimmir til leiks.

Næsti leikur ÍBV er á Hásteinsvelli næsta sunnudag þegar FH mætir á Hásteinsvöll. FH-ingar eru núna sæti neðar en ÍBV með ellefu stig. Það eru því tveir leikir framundan og með  sigri í þeim báðum er ÍBV komið í þægilegri stöðu í Bestu deildinni.

Úr leik ÍBV og Keflavíkur síðasta sunnudag.

Mynd: Sigfús Gunnar.

Staðan:

L Mörk Stig
Breiðablik 15 41:15 38
Víkingur R. 14 33:20 29
KA 15 28:18 27
Stjarnan 15 28:21 25
Valur 15 27:24 24
KR 15 21:23 21
Keflavík 15 27:28 18
Fram 15 28:32 18
ÍBV 15 21:29 12
FH 15 16:25 11
Leiknir R. 14 12:26 10
ÍA 15 14:35 8