Íslandsmótinu í golfi 2022 lauk í Vestmanneyjum í dag 7. ágúst en mótið hófst fimmtudaginn 4. ágúst. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í annað sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu – en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum.

Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina – sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem þessi viðurkenning er veitt.

Mótsstjórn tók þá ákvörðun síðdegis að fella niður lokaumferðina þar sem að Vestmannaeyjavöllur var óleikfær vegna úrkomu. Gert var hlé á keppni í dag vegna veðurs en gríðarleg úrkoma setti keppnishaldið úr skorðum og tekin var sú ákvörðun að fella niður lokaumferðina.

Þetta kemur fram á golf.is

Lokastaðan í kvennaflokki:

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 209 högg (70-70-69) (-1)
2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 210 högg (74-69-67) (par)
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 219 högg (76-71-72)(+9)

Lokastaðan í karlaflokki:

1. Kristján Þór Einarsson, GM 204 högg (70-70-64) (-6)
2. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 206 högg (75-69-62) (-4)
3. Kristófer Orri Þórðarson, GKG, 206 högg (66-71-69) (-4)
4.-6. Kristófer Karl Karlsson, GM 207 högg (72-69-66) (-3)
4.-6. Böðvar Bragi Pálsson, GR 207 högg (68-69-70) (-3)
4.-6. Birgir Guðjónsson, GE 207 högg (71-64-72) (-3)

Mynd/[email protected]