Dave Bell, enskur aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV, hefur ekki verið á skýrslu í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Bell gerði tveggja ára samning við ÍBV síðastliðinn vetur til þess að þjálfa liðið með Hermanni Hreiðarssyni. Bell hafði til að mynda starfað fyrir Manchester United og Watford áður en hann kom hingað til lands.

„Vegna persónulegra aðstæðna þá þurfti hann að fara út til Englands. Hann verður eins lengi og hann þarf að vera,” sagði Hermann.

„Ef hann kemur aftur, þá bíðum við með opna arma. Ef ekki, þá skiljum við það.”

Þetta kemur fram á vefsíðunni

Heimir Hallgrímsson hefur verið á leikskýrslu hjá ÍBV í síðustu leikjum og ekki er vitað hvort einhver annar verður fenginn inn fyrir Dave.

ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildar karla með 12 stig, aðeins fjórum stigum á eftir botnliði deildarinnar, ÍA