Fimm íslenskir golfvellir eru taldir upp á topp-100 “X-Factor” lista tímaritsins Golf World fyrir “meginland” Evrópu, þ.e. utan Bretlandseyja.
Vestmannaeyjavöllur, sem prýðir forsíðu tímaritsins, er í 8. sæti, en Brautarholtsvöllur er í fjórða sæti, efstur allra íslensku vallanna.
Allir fimm vellirnir eru í topp 50 á listanum.
Kylfingar landsins hafa þá einnig farið fögrum orðum um Vestmannaeyjavöllinn í kjölfar Íslandsmótsins.
Nánari umfjöllun um Íslandsmótið í golfi er í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út 11. ágúst.