Eyjafréttir koma út á morgun, fimmtudag

Nýtt blað Eyjafrétta kemur út á morgun og verður borið út til áskrifenda í Eyjum innan dagsins. Vefútgáfa blaðsins er þegar komin á vefinn og er áskrifendum aðgengileg þar. Nú eru 80 dagar frá því nýtt fólk, Ómar og Eygló, tóku við kyndlinum á Eyjafréttum með útgáfu blaðs og fréttaveitu á vef. Samhliða tók til […]
Íris og Páll í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða

Í bæjarráði var brugðist við ósk forsætisráðuneytisins um tilnefningu í undirbúningsnefnd um kaup á minnisvarða um eldgosið á Heimaey. Tveir fulltrúar af fimm eru tilnefndir af bæjarstjórn Vestmannaeyja, tveir af Alþingi og einn án tilnefningar. Það er Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins sem verður formaður. Í bæjarráði voru Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar […]
Áframhaldandi samstarf og afmælisfjör

Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára. Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst […]
Nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn

Samþykkt var í bæjarráði að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyja. Um er að ræða reit sem afmarkast af Miðstræti í norðri, Bárutíg í vestri, Vestmannabraut í suðri og Kirkjuvegi í austri. Gert er ráð fyrir nýrri götu með einstefnu í norður frá Vestmannabraut að Miðstræti, og mega spekingar byrja að spá fyrir um nýtt […]