Í þessum mánuði eru tíu ár síðan Vestmanneyjabær og Hjallastefnan skrifuðu undir samning um rekstur Leikskólans Sóla. Því verður framhaldið því bæjarráð hefur samþykkt drög að nýjum samningi til fimm ára.

Jafnframt voru lögð fyrir drög að viðauka við samninginn, um viðræður vegna inntöku barna frá 12 mánaða aldri. Samningurinn tekur gildi þann 15. ágúst nk. og gildir til 15. ágúst 2027.

„Leikskólinn Sóli og Hjallastefnan eiga 10 ára samstarfsafmæli þann 15. ágúst nk. Búið er að skipa í afmælisnefnd en við munum tileinka vikuna 15.-19. ágúst afmælisgleði hér á Sóla,“ segir á heimsíðu Hjallastefnunnar.