Samþykkt var í bæjarráði að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Vestmannaeyja. Um er að ræða reit sem afmarkast af Miðstræti í norðri, Bárutíg í vestri, Vestmannabraut í suðri og Kirkjuvegi í austri.

Gert er ráð fyrir nýrri götu með einstefnu í norður frá Vestmannabraut að Miðstræti. Gert er ráð fyrir tvístefnu umferð stórra bíla á norðurhluta götunnar.

Gert er ráð fyrir nýrri götu með einstefnu í norður frá Vestmannabraut að Miðstræti, og mega spekingar byrja að spá fyrir um nýtt götuheiti.

Fyrirhuguð er breyting og stækkun húsa á nokkrum lóðum, þar á meðal hótelinu, auk nýrra húsbygginga á fjórum reitum.

Auka á byggingarmagn með stækkun bygginga sem þar eru fyrir auk byggingu nýrra. Einnig á að bæta aðgengi að miðbænum með fjölgun bílastæða.

Almenn bílastæði verði sett á svæðið, meðal annars með göngustíg sem liggur að Bárustíg.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér gögnin. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 19. september 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5.

Ítarlegar upplýsingar má finna á vef Vestmannaeyjabæjar.