Í dag, föstudaginn 12. ágúst, kemur út nýtt lag með Foreign Monkeys og nefnist það FEEL GOOD. Lagið er að finna á Spotify og öllum öðrum helstu streymisveitum. Lagið er þriðja smáskífa Foreign Monkeys þetta árið, og er óhætt að segja að hér sé á ferð partýslagari af gamla skólanum í bland við blúsaðan fíling hins íslenska rigningarsumars. Lagið er óformlegt þjóðhátíðarlag Foreign Monkeys og fjallar um það mikla partý sem haldið er í Herjólfsdal ár hvert.

Laginu verður fylgt eftir með myndbandi í anda þeirra sem fylgt hafa fyrri smáskífum, tekið upp í Vestmannaeyjum og mun án efa ná að fanga stemningu lagsins.

Foreign Monkeys koma fram nokkrum tónleikum á næstunni. Þar ber hæst Rokk í Reykjavík, stórtónleikar sem fara fram í Kaplakrika í Hafnarfirði 17. september nk.

Hér má heyra lagið.

Mynd: Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir