Knattspyrnufélagið KFS á leik í dag á Týsvelli gegn Kormáki/Hvöt. Liðin spila í 3. deild og hefur KFS gengið mjög vel á tímabilinu. Ásgeir Elíasson, leikamður KFS var meðl annars valinn leikmaður 11. umferðar hjá fótbolta.net eftir að hann skoraði þrennu í leik og tryggði liðinu þrjú mikilvæg stig í sigurleik gegn Vængjum Júpíters.

KFS, sem situr nú í 6. sæti, er að gera sig líklegt til að blanda sér í toppbaráttuna, nú er 15. umferð framundan og fer að síga á seinni hlutann af tímabilinu og því ljóst að hver leikur telur grimmt.

Búast má við hörkuleik á Týsvelli í dag kl. 14:00 , en Kormákur/Hvöt er í 8. sæti deildarinnar.