„Óhapp varð um borð í Herjólfi þegar skipið var að fara frá Landeyjarhöfn úr seinustu ferð dagsins í gærkvöldi. Skipið var að bakka frá bryggju þegar bílalyftan fór niður öðrumegin með þeim afleiðingum að tveir bílar krömdust undir henni. Enginn farþegi var staðsettur á bíladekkinu þegar slysið varð,“ sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. í morgun.

„Ástæðan fyrir óhappinu er sú að rekist var í takka sem staðsettur er í brú skipsins sem varð til þess að lyftan fór niður með þessum afleiðingum. Í kjölfar óhappsins verður gripið til ráðstafana til að tryggja að þetta geti ekki komið fyrir aftur.“

 

Nokkrir bílar tjónuðust í slysinu, en þessi fór verst.