„Þau stórtíðindi ber­ast úr Vest­manna­eyj­um að hald­in verði sér­leg mat­ar­hátíð áttunda til tíunda sept­em­ber næst­kom­andi. Hátíðin hef­ur hlotið nafnið MAT­EY en þar munu veit­ingastaðir, fisk­fram­leiðend­ur og þjón­ustuaðilar í sjáv­ar­sam­fé­lag­inu taka hönd­um sam­an til að leiða sam­an úr­vals hrá­efni og framúrsk­ar­andi matreiðslu“ segir á mbl.is í gær.

Sannarlega eitthvað til að hlakka til, að veitingastaðir og sjávarútvegsfyrirtækin efni til stórrar veislu í byrjun september. Enn ein hátíðin sem vonandi heppnast vel og laði til sín fólk af fastalandinu og jafnvel víðar að. Gaman ef hátíðin verður árleg og bætist í þá fjölda viðburða sem hér eru og laða til sín þúsundir og tugþúsundir á hverju sumri.

Allt hefst þetta með Puffinshlaupinu hans Magga Braga svo kemur Bjórhátíð bræðranna á Brothers, TM- og Orku-mót ÍBV, Goslokahátíð, þjóðhátíð, Vestmannaeyjahlaupið hans Magga Braga, nú Matarhátíð og loks Lundaballið eina sanna í lok september.

Einn besti mataráfangastaður á Norður­lönd­un­um.

Vestmannaeyjar eru löngu þekktar sem einn besti matarstaður á landinu og verður gaman að sjá útkomuna þegar veit­ingastaðir bæj­ar­ins slá saman. Í frétt mbl.is segir: – Vestmannaeyjar voru til­nefnd­ar til nor­rænu mat­ar­veðlaun­anna Emblu árið 2021 sem besti mataráfangastaður­inn á Norður­lönd­un­um. Fjöl­breytt flóra veit­ingastaða og gæði veit­ingastaðanna spiluðu þar lyk­il­hlut­verk en veit­inga­sen­an þar er með af­brigðum blóm­leg.

Kemur okkur sem hér búum ekki á óvart því heimsókn á veitingahúsin okkar eru ævintýri og upplifun þar sem fara saman, einstök umgjörð og viðmót, frábær þjónusta og til að lýsa matnum skortir lýsingarorð.

Í lykilhlutverki verða veit­ingastaðirn­ir GOTT, Slipp­ur­inn, Einsi kaldi og Næs sem munu af þessu til­efni bjóða upp á mar­grétta sér­seðla sem út­færðir verða af nokkr­um af bestu mat­reiðslu­mönn­um Norður­landa sem mæta sem gesta­kokk­ar á hátíðina. Að auki verður boðið upp á sérrétti á Tang­an­um, Kránni, Píst­us­gerðinni, Cant­on og Brot­h­ers.

Fyr­ir­tækin í Eyjum sem taka virk­an þátt í hátíðinni eru Ísfé­lagið, VSV, Leo Sea­food, Grímur kokkur, Mar­hólmi og Iðunn Sea­food.

„Mat­gæðing­ar ættu ekki að láta þenn­an viðburð fram­hjá sér fara enda ljóst að þarna verður úr­vals mat­ur úr besta hrá­efn­inu á boðstóln­um alla helg­ina,“ segir í lokin á mbl.is. Tilhlökkun og rétt að taka frá helgina áttunda til tíunda sept­em­ber næst­kom­andi.

Það slær enginn Eyjafólki við í að skemmta sér og öðrum.

 

Myndin. Sjómenn koma með fiskinn að landi og fólkið í stöðvunum vinnur hann í hendur neytenda sem verða vonandi sem flestir á matarhátíðinni.