Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga.
Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku.
Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og efnilegt björgunarfólk að kynna sér málin.
Þeir sem koma til Eyja að taka þátt í pysjubjörgun í fyrsta sinn þurfa oft á tíðum að fá leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að og þá ætti myndbandið að koma að góðum notum.
Vonumst við til að myndbandið verði bæði til gagns og gamans.
Vestmannaeyjabær veitti styrk til verkefnisins úr “Viltu hafa áhrif” og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.