Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs á þriðjudaginn og gerði grein fyrir starfsemi félagsins síðustu mánuði, m.a. farþegafjölda. Fram kom að alls voru fluttir 83.754 farþegar í júlí, sem er það mesta í einum mánuði frá upphafi. Til samanburðar voru fluttir 79.102 farþegar í júlí 2016, sem kemst næst.

Í fundargerð segir að rekstur félagsins sé í jafnvægi og afkoman í takt við áætlanir. Farþegar hafi verið fleiri en reiknað var með og tekjur því hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar fylgdi töluverð kostnaðaraukning því að Landeyjarhöfn lokaði að mestu í janúar, febrúar og mars fyrr á þess ári vegna ónógs dýpis í Landeyjahöfn. Einnig stendur til að senda Herjólf í slipp í október nk. sem verður félaginu kostnaðarsamt.

Nánar í næsta blaði Eyjafrétta