Eftir nokkra daga kemur út 15. tölublað Eyjafrétta, blaðið ber keim af komandi hausti og því sem haustinu fylgir.

Í huga margra Vestmannaeyinga hefst haustið um leið og þjóðhátíðartjaldið er komið í geymslu, en hjá öðrum er það ekki fyrr en skóla- og íþróttastarf hefst af krafti og allir fjölskyldumeðlimir eru komnir í nýja rútínu.

Þriggja ára uppsöfnuð þörf
Það sem ekki síður fylgir haustinu er heilsuræktin, en fyrir marga er hún órjúfanlegur þáttur rútínunnar sem tekur gjarnan við á haustmánuðum. Í ár má segja að haustdagskrá heilsuræktarstöðva sé að hefjast af alvöru eftir þriggja ára lægð, og það má finna það á þjálfurum og eigendum heilsuræktarstöðvanna að eftirvæntingin og tilhlökkunin er mikil að fá að starfa án hindrana og takmarkana í vetur.

Og þar erumvið í góðum málum hér í Vestmannaeyjum, því framboð á heilsurækt er með besta móti, hvernig sem á það er litið; mikil fjölbreytni í þjálfun er til staðar og þjálfarar eru með ýmsan bakgrunn og sérhæfingu.

í Vestmannaeyjum ættu því allir að geta fundið heilsurækt við sitt hæfi.

Átta síðna sérblað um heilsu og hreyfingu er í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út fiimmtudaginn 25. ágúst.