Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana.

Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og síðan fyrir vestan. Alls mældist 18,9% af heildarlífmassa makríls í íslenskri landhelgi samanborið við 7,7% síðast ár. Líkt og undanfarin ár mældist meirihluti stofnsins í Noregshafi en minna mældist í norðanverðu Noregshafi.

Þetta kemur fram á vef fiskifrétta.

Spekingar sem spá í lundastofninn hafa fleygt þeirri tilgátu fram að makríll í sjónum hafi truflað varp sem útskýri hvers vegna pysjur hafa ekki enn komið í bæinn líkt og í fyrra.

Þó hafa glöggir fuglaskoðunarmenn séð að lundinn er enn að bera síli í holur sínar þar sem pysjurnar eru enn. Svo ekki er öll von úti enn um góða pysjutíð.