Vestmannaeyjabær hefur samþykkt að greiða sérstakar heimgreiðslur til forráðamanna barna sem ekki eru í leikskóla frá 12 til 16 mánaða aldri hvort sem forráðamenn þiggja boð um leikskólagöngu fyrir barnið eða ekki á því aldursbili. Heimgreiðslur eru greiddar frá þeim degi sem barn nær 12 mánaða aldri og þær falla niður þann dag sem barn nær 16 mánaða aldri eða hefur leikskólagöngu.

Þetta var samþykkt í fræðsluráði á miðvikudaginn og geta foreldrar sótt um heimgreiðslu rafrænt frá fyrsta september. Skilyrði er að barn sé á biðlista eftir leikskólaplássi.

Nánar á vef Vestmannaeyjabæjar – vestmannaeyjar.is