Í Hressó er boðið upp á úrval af líkamsræktartímum við allra hæfi. Þeir sem sækja stöðina eru frá 12 ára og yfir 80 ára! Ef þig langar til að æfa þá erum við með lausnina fyrir þig. Hvort sem þú vilt æfa á eigin vegum í tækjasal eða fá leiðsögn í hóptímum. Það eru allir velkomnir til okkar og við viljum benda fólki á að það þarf ekki að bíða eftir að verða 65 ára til að fara að æfa! Við erum með frábæra tíma sem henta fólki eftir 40, eftir 50 og eftir 60 ára aldurinn! Við erum líka með tíma fyrir ungt fólk og í haust munum við bjóða upp á tíma sem eru  sérstaklega hugsaðir fyrir 13 – 16 ára. Hér er stutt yfirlit yfir það sem er í boði:

Betri heilsa: Námskeið sem tekur heilsuna fyrir í 360 gráður. Mjúkir tímar í hlýjum sal, styrktaræfingar, liðleikaþjálfun, brennsla, slökun og æfing fyrir andlegu heilsuna líka. Tímar sem henta öllum, því alltaf er gefin kostur á mismunandi erfiðleikastigum.

Morgunnámskeið: Skemmtilegur hópur á aldrinum 40 – 75 ára en það eru allir velkomnir á þetta námskeið. Mjög fjölbreyttar æfingar bæði í tækjasalnum, í stóra sal með lóðum, á spinninghjólum, einn tími á viku í mobility sem vinnur á stífleika og eykur hreyfigetu og vellíðun í líkamanum.

Freyja: Klúbbur fyrir konur sem vilja auka vöðvastyrk. Æft samkvæmt lyftingarplani sem þú getur fengið á prenti eða í símann þinn. Stöðumat í upphafi hvers mánaðar svo þú getir fylgst með framförunum þínum.

Yoga fyrir alla: Frábært námskeið. Eins og nafnið gefur til kynna eru þetta dásamlegir yoga tímar sem allir geta tekið þátt í.

Peyjapúl: Námskeið fyrir karlmenn á öllum aldri. Lyftingar, þolæfingar, styrktaræfingar og teygjur. Fer fram í Crossfitsalnum að Hlíðarvegi.

Functional Training fyrir unglinga: Námskeið fyrir 13 – 16 ára unglinga. Tímar sem bæta styrk og þol og bæta líkamlega getu. Dálítið öðruvísi en krefjandi Body weight æfingar, þolæfingar og æfingar með létt lóð.

Crossfit: Geggjaðir tímar. Sterkari, hraðari og betri þú. – Grunnámskeið haldin reglulega.

Einkaþjálfun – Við höfum nokkra þjálfara sem þjálfa við stöðina. Fáðu faglega aðstoð til þess að byggja þig upp eftir þínum þörfum.

Föstuáskorun! 17 daga netnámskeið á vegum Jóhönnu Jóhannsdóttur er haldið reglulega yfir árið.

Að auki bjóðum við uppá úrval af opnum tímum. Þar má nefna: Spinning, Mobility, styrkur og þol, Tabata, Hot fitness, Zúmba, Hot Yoga, Hot Core, bandvefslosun og teygjur, pound og fleira.

Tækjasalirnir okkar eru vel búnir bæði að Strandvegi og í íþróttamiðstöðinni, að Hlíðarvegi er fullbúið Crossfitbox og með öllum okkar kortum fylgir aðgangur að sundlauginni.