Eyjamenn byrjuðu frábærlega þegar þeir mættu Íslandsmeisturum Víkings á útivelli í dag. Voru komnir með tveggja marka forystu strax á sautjándu mínútu með mörkum Andra Rúnars (11. mínútu.) og Arnars Breka (17. mínútu). Á 28. mínútu skoruðu Víkingar og þannig var staðan í hálfleik.

Á 40. mínútu missti ÍBV mann af velli en einum færri tókst þeim að verjast heimamönnum fram á fimmtu mínútu uppbótartímans. Þá brustu varnirnar og niðurstaðan 2:2 jafntefli í hörkuleik.

ÍBV er áfram í níunda sæti með 19 stig og með þriggja stiga forskot á FH sem gerði markalaust jafntefli gegn Leikni sem ásamt ÍA situr á botni deildarinnar með 14 stig.

ÍBV á tvo leiki eftir daginn í dag, Fram á heimavelli og Breiðablik á útivelli í síðustu umerðinni.

Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og Stjörnunnar á Hásteinsvelli síðasta sunnudag. Þar höfðu Eyjamenn betur.

L Mörk Stig
Breiðablik 19 50:21 45
KA 19 40:23 36
Víkingur R. 19 42:28 36
Valur 19 38:29 32
Stjarnan 19 37:36 28
KR 19 28:27 26
Fram 19 36:39 23
Keflavík 19 29:33 22
ÍBV 20 29:37 19
FH 20 20:32 16
ÍA 19 18:41 14
Leiknir R. 19 18:39 14