Heimir til Jamaíka?

Sparkspekingar landsins virðast nú keppast um að giska á hvert knattspyrnuþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson fer næst til að þjálfa. Heimir, hefur sem kunnugt er, verið á leikskrá hjá ÍBV síðan í sumar, en hann hefur verið án formlegs þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar í júní 2021. Í síðustu viku var orðið á götunni […]
Tilkynning frá Herjólfi vegna ferða 14. sept

Vegna ferða 14.09.2022 kl. 14:30 og 15:45. Ferð frá Vestmannaeyjum kl 14:30 og kl 15:45 frá Landeyjahöfn eru ekki á áætlun á morgun, miðvikudaginn 14. September, vegna yfirferðar á björgunarbátum ferjunnar. Aðrar ferðir eru á áætlun. (meira…)
Einungis fjögur börn á biðlista

Í Reykjavík mótmæla foreldrar úrræðaleysi borgaryfirvalda í leikskólamálum, en komið hefur fram að um 800 börn séu á biðlista eftir leikskólaplássi. í Vestmannaeyjum er aðra sögu að segja, enda þó fólksfjölgun hér hafi verið svipuð og í Reykjavík. Í fyrirspurn til Vestmannaeyjabæjar kemur fram að einungis fjögur börn séu nú á biðlista eftir leikskólaplássi, en […]
Eldur í Hótel Eyjar

Talsverður viðbúnaður var við Hótel Eyjar í Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í morgun þegar tilkynnt var um bruna þar. Að sögn Ragnars Ragnarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum reyndist eldurinn minniháttar og gengu slökkvistörf greiðlega. Engan sakaði í brunanum en einhverjar skemmdir urðu inni á hótelinu. Lögreglan tekur við rannsókn málsins þegar slökkvilið hefur lokið […]