KFS spilaði sinn síðasta leik á tímabilinu í gær á týsvelli, mikil dramatík var í leiknum sem endaði með tap, 6 mörk KFS á móti 7 mörkum mótherjanna; Vængjum Júpíters.

Mörk KFS skoruðu:
Daníel Már Sigmarsson 3mörk.
Víðir Þorvarðarson 2 mörk
og Magnús Sigurnýjas Magnússon.

Liðið endar tímabilið í 6. sæti af 12. sem verður að teljast góður árangur hjá þessu unga og skemmtilega liði. Liðið getur því borið höfuðið hátt á lokahófi félagsins í gærkvöld þar sem sumarið var gert upp og haldið uppá 25 ára afmæli félagsins.

Verðlaun voru veitt á lokahófinu fyrir ýmis afrek:
Kristófer Heimisson mestu framfarir.
Ólafur Haukur Arilíusarson efnilegastur.
Hallgrímur Þórðarson bestur.
Ásgeir Elíasson markahæstur.

Áhugavert verður að sjá hvort að Óðinn Sæbjörnsson þjálfari liðsins verði áfram með liðið, en samkvæmt heimildum Eyjafrétta er ekki búið að klára að ganga frá áframhaldandi samningi við hann.

Við munum halda áfram að fjalla um sögu KFS á næstunni.