17. tölublað Eyjafrétta þetta árið er nú aðgengilegt á vef Eyjafrétta, en blaðið verður borið út á morgun til áskrifenda.

Blaðið er það allra stærsta og glæsilegasta á þessu ári og geymir veigamikla umfjöllun um sjávarútveginn, en blaðið er tileinkað fyrirtækjum í greininni og aðilum sem þjónusta iðnaðinn og fólkinu sem sinnir störfunum.

Á síðum blaðsins má finna viðtöl á léttu nótunum við sjómenn sem og fólk sem vinnur við fiskvinnslu í landi. Sumar af sögunum tengjast óvæntum ástarfundum í Vestmannaeyjum á vertíð, sem eflaust margir tengja við.

Þá eru viðtöl við Eyjafólk sem hefur náð langt í starfi og sinnir mikilvægum störfum erlendis sem hafa áhrif á afkomu allra í greininni hérna heima.

Síðast en ekki síst má finna viðtöl við bæjarstjórann okkar og sjávarútvegsráðherra í blaðinu.

Forsíðumyndina á Tói Vídó.