Krakkar í GRV gróðursettu 450 plöntur

Grunnskóli Vestmannaeyja fékk nú í haust 450 plöntur frá Yrkju sem er Sjóður æskunnar til ræktunar landsins. Plöntunar voru gróðursettar af krökkunum í fyrsta, öðrum, þriðja, fjórða og fimmta bekk á miðvikudaginn. Yrkja er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. Stjórnendur GRV sóttu til sjóðsins og fengu gefins plöntur. Ákveðið var að framkvæma gróðursetninguna í […]
Pöbbkviss og getraunir ÍBV

Í tilefni þess að getraunir ÍBV fara af stað á morgun, laugardag verður pöbbkviss og stuðningsmannaspjall í kvöld kl. 20 í Týsheimilinu. Alla laugardaga í tengslum við getraunir, er boðið upp á kaffi, misgáfulegar umræður um fótbolta og getraunaþjónustu í Týsheimilinu. Nánari upplýsingar er að finna á Facebook síðu getrauna ÍBV. (meira…)
Herjólfur – Breytingar vegna skítaveðurs

„Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér að ferðast með okkur á morgun laugardag að spáð er hækkandi ölduhæð þegar líða tekur á kvöldið, en um kl. 21:00 annað kvöld er gert ráð fyrir 3 metra ölduhæð við Landeyjahöfn,“ segir í tilkynningu frá Herjólfi. Ástæðan er skítaveður um helgina, fyrsta alvöru haustlægðin sem […]
Burstuðu ÍR-inga í gærkvöldi

Það var mikið stuð á Eyjamönnum í Olísdeild karla þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik tímabilsins í gærkvöldi. ÍBV var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og lauk leiknum með 15 marka mun, 43:28. Í fyrsta leik gerði ÍBV jafntefli á mói KA fyrir norðan og er í fimmta sæti með þrjú stig. […]