Það var mikið stuð á Eyjamönnum í Olísdeild karla þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í öðrum leik tímabilsins í gærkvöldi. ÍBV var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og lauk leiknum með 15 marka mun, 43:28.

Í fyrsta leik gerði ÍBV jafntefli á mói KA fyrir norðan og er í fimmta sæti með þrjú stig. Næsti leikur er næsta fimmtudag, 29. september  á móti Selfossi á útivelli,

Myndina tók Sigfús Gunnar í gærkvöldi.