Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum 11–12 ára (í 6.–7. bekk) fyrir nýja þáttaröð af spurningaþættinum Krakkakviss.

Þrír keppendur eru saman í liði og keppa fyrir hönd þeirra íþróttafélaga sem þau styðja. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í nóvember og hefjast sýningar í janúar 2023. Stjórnendur Krakkakviss eru Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber.

Þetta kemur fram á fréttavefnum visir.is í dag. 

Safnahús KRÓ

Þar kemur fram að einfalt sé að skrá sig. Mynda skal þriggja manna lið og senda inn myndband þar sem segja skal stuttlega frá einstaklingunum liðinu. Í hverju liði þurfa að vera keppendur af fleiri en einu kyni.

Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á krakkakviss@stod2.is.

Opið er fyrir umsóknir til 10. október.