Eyjafréttir voru mjög sýnilegar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í síðustu viku. Blaðinu dreift í hundruðum eintaka og heilsað upp á mörg fyrirtæki. Ekki síst var gaman að hitta Eyjafólk sem var áberandi hjá mörgum fyrirtækjum sem voru með bása á sýningunni.

Eyjafréttir, sem í síðustu viku voru helgaðar sjávarútvegi í Vestmannaeyjum vöktu mikla athygli. Einstakt þótti að héraðsfréttablað tæki sig til og kynnti með jafn myndarlegum hætti það sem er að gerast í sjávarútvegi í sínum heimabæ.

Starfsmenn Eyjasýnar, Eygló Egilsdóttir og Ómar Garðarsson og Trausti Hjaltason, stjórnarformaður fóru um og ræddu við fólk. Verðugt og skemmtilegt að kynna fyrir landsmönnum stærstu verlstöð Íslands.

Á myndinni er Trausti Hjaltason, stjórnarformaður Eyjasýnar og Eyjakonan Sóley Stefánsdóttir.