Nú fer senn að líða að vetri og ekki seinna vænna en að horfa yfir farinn veg. Í sumar voru tveir umhverfis hópar starfandi hjá okkur og voru um 40 einstaklingar 17 ára og eldri í sumarstörfum.

Um 40 einstaklingar voru starfandi hjá Vestmannaeyjabæ við umhverfisstörf í sumar. Starfræktir voru tveir hópar sem störfuðu undir stjórn Breka Ómarssonar og Ásgeirs H. Hjaltalíns. Með hópunum starfaði Eríkur Ómar Sæland garðyrkjufræðingur sem veitti góða ráðgjöf og stuðning. Eiríkur hefur aðstoðað Vestmannaeyjabæ síðustu ár og hefur hann komið inn með góða þekkingu sem nýst hefur hópunum vel.

Í sumar var einnig starfræktur Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar en þar hafa ungmenni frá 8. – 10. bekk tækifæri til þess að sækja um starf við umhverfisstörf. Um 60 ungmenni voru starfandi hjá bænum í sumar og gekk vinnan þeirra vel.

Af vef Vestmannaeyjarbæjar þar sem hægt er að skoða nokkrar myndir sem fengnar voru að láni frá Eiríki um hluta af því starfi sem unnið var í sumar.