Einhugur með opinn fræðslufund í kvöld

Í dag mánudaginn 3.október mun Einhugur –  foreldra og aðstandendafélag einhverfra barna í Vestmanneyjum standa fyrir opnum fræðslufundi á vegum Einhverfusamtakanna á Íslandi. Fundurinn verður haldinn í sal Barnaskólans kl.19:30 Félagið hefur fengið til liðs við sig Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra hjá Einhverfusamtökunum. Guðlaug Svala hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum fyrir bæði […]

Kaffi og kleinur í Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu

Milli klukkan 16.30 og 19.00 í dag verður opið hús, Vísindakaffi  í Þekkingarsetrinu þar sem bæjarbúum og gestum er boðið að kynna sér fjölbreytta starfsemi sem þar er. Allir velkomnir og margt að skoða. Meðal annars Fablabið hjá Frosta á þriðju hæðinni sem er mikill ævintýraheimur. Fyrirtækin á annarri hæðinni verða opin gestum og gangandi […]

Úkraínumenn koma til Eyja

Ekkert bendir til annars en að ÍBV mæti úkraínska liðinu Donbas í annarri umferð Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í upphafi næsta mánaðar. Leikirnir hafa verið settir á dagskrá í Vestmannaeyjum 5. og 6. nóvember. Skiljanlega verður ekkert af heimaleik Donbasliðsins sem er í með bækistöðvar í Maríupól sem um þessar mundir er hernumin af rússneska […]

Vörðum leiðina saman: Opnir samráðsfundir í öllum landshlutum

Innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum landsins og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í nokkrum helstu málaflokkum ráðuneytisins. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkunum. Meginviðfangsefni fundanna […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.