Í dag mánudaginn 3.október mun Einhugur –  foreldra og aðstandendafélag einhverfra barna í Vestmanneyjum standa fyrir opnum fræðslufundi á vegum Einhverfusamtakanna á Íslandi.

Fundurinn verður haldinn í sal Barnaskólans kl.19:30

Félagið hefur fengið til liðs við sig Guðlaugu Svölu Kristjánsdóttur, ráðgjafa og verkefnastjóra hjá Einhverfusamtökunum. Guðlaug Svala hefur haldið fjöldan allan af fyrirlestrum fyrir bæði fagfólk, foreldra og aðra aðstandendur og þekkir hún einhverfu af eigin raun og sem foreldri.

Meginefni fræðslunnar verður skólaumhverfið og er fræðslan ætluð að auka skilning og þekkingu á litrófi einhverfunnar og þar með stuðla að bættum samskiptum og líðan barna á einhverfurófinu innan skólaumhverfisins.

Við erum afar spennt að fá Guðlaugu Svölu til okkar og vonumst til að sjá sem flesta á þessum fyrsta fræðslufundi vetrarins hjá félaginu.