Milli klukkan 16.30 og 19.00 í dag verður opið hús, Vísindakaffi  í Þekkingarsetrinu þar sem bæjarbúum og gestum er boðið að kynna sér fjölbreytta starfsemi sem þar er. Allir velkomnir og margt að skoða. Meðal annars Fablabið hjá Frosta á þriðju hæðinni sem er mikill ævintýraheimur.

Fyrirtækin á annarri hæðinni verða opin gestum og gangandi og hún Filipa býður kaffi og kleinur og fólk getur fengið leiðsögn um húsið. Þetta á að vera skemmtilegur dagur.

Mikið er til af gögnum um hvalarannsóknirnar sem stýrt er frá Vestmannaeyjum. Ætla Filipa og Paul að sýna myndbönd af hvölum og kynna fleiri gögn á skjá í fyrirlestarsalnum.