Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti í vikunni tillöga að breyttu Deiliskipulagi miðbæjar, reit sem afmarkast af Miðstræti, Bárustíg, Vestmannabraut og Kirkjuveg. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 21. des. 2020 með athugasemdafresti til 31. jan. 2022. En Tvær athugasemdir bárust.

Ráðið samþykkti breytingartillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa var falið að svara athugasemdum í samræmi við greinargerð skipulagsfulltrúa. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

A1211-022-U07 Deiliskipulag Miðbæjar tillaga að breytingu til Auglýsingar.pdf