Nú er hann Herjólfur okkar farinn slipp og sá gamli að leysa af. Maður hefur heyrt af allskonar vandamálum sem hefur herjað á áhöfnina og starfsfólk sem hefur nú náð að redda málunum eins vel og unnt er. Við erum samt að stíga mörg skref aftur á bak og nú þarf að fara að hugsa málið upp á nýtt því nýi Herjólfur þarf á einhverjum tímapunkti að fara aftur i slipp eða eitthvað getur komið upp á og þá þarf fornöldin að stiga aftur inn. Nú hafa farþegaflutningar aukist mjög mikið þetta árið og heldur eflaust áfram að aukast og þá þarf að bregðast við því. Það þarf að fara að huga að smiði nýrrar ferju og hanna hana að þeirri þörf sem blasir við. Herjólfur IV gæti farið í Breiðafjörðinn og leyst Baldur af hólmi. Eftir samt situr sú spurning hvort eitt skip með flutningsgetu núverandi skips dugi yfir sumarmánuðina eða hvort það þurfi annað skip á móti eða hvort hægt verði að auka flutningsgetuna á nýju skipi án þess að það muni hafa áhrif á siglingar til Landeyjarhafnar. Á þessari stundu er sá gamli bilaður við bryggju og hefur tafist um einn og hálfan tíma. EKKI BOÐLEGT. Við þurfum að brúa bilið þangað til að við fáum göng

SVO ÞARF AÐ SJÁLFSÖGÐU AÐ KLÁRA LANDEYJARHÖFN.

Kveðja, Guðni Hjöll.