Í dag, mánudaginn 17. október, verður þjóðvegur 1 yfir Hellisheiði lokaður til austurs á milli klukkan 9 og 20 vegna framkvæmda. Hjáleið verður um Þrengsli.

Hámarkshraði verður lækkaður niður í 50 km/klst við gatnamót Þrengslavegar og eru veg­far­end­ur beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

„Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­u frá Colas sem er framkvæmdaaðilinn.