Bæjarstjórn í beinni klukkan 17:00

Í kvöld klukkan 17:00 verður 1587. fundur í Bæjarstjórn Vestmannaeyja haldinn. Hægt er að nálgast beina útsendgu frá fundinum, hér að neðan. (meira…)
Byggjum upp skólaþjónustu til framtíðar – taktu þátt!

Í síðustu viku var tilkynnt um viðamiklar breytingar á menntakerfinu og áform um ný heildarlög um skólaþjónustu. Í þeirri vinnu gegnir samráð við hlutaðeigandi lykilhlutverki til að koma sem best til móts við þarfir haghafa skólasamfélagsins og tengdra þjónustukerfa. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur sent boð til haghafa þar sem þeir eru hvattir til að bjóða sig […]
The Puffin Run 2023 fer fram 6.maí

The Puffin Run 2023 fer fram 6.maí. Skráning hefst 26.nóv á netskraning.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum hlaupsins sem er 20 km utanvegahlaup. Þátttaka í halupinu síðustu ár hefur verið framar vonum og fer hlaupið vaxandi ár frá ári. (meira…)
Bæjarráð samþykkir tillögu að styttingu vinnutíma kennara

Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Markmið vinnutímastyttingar er […]