Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara styttist vinnutími kennara frá og með 1. ágúst 2022 til og með 31. júlí 2023 sem nemur 13 mínútum á dag miðað við 40 stunda vinnuviku að jafnaði yfir árið. Málið var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið.
Markmið vinnutímastyttingar er að stuðla að umbótum í skólastarfi, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess að draga úr skilvirkni og gæðum í starfsemi skóla, tryggja betur gagnkvæman sveigjanleika og stuðla þannig að bættum lífskjörum.
Lögð var fram tillaga sem samþykkt var með 85,4% atkvæða kennara við Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV): Tillagan gerir ráð fyrir vinnutímastytting verði tekin út á eftirfarandi dögum, miðað við starfshlutfall. Kennarar velja hvaða daga þeir taka í samræmi við starfshlutfall.
a) Föstudagur 16.desember- heim að kennslu lokinni (0,5 dagur)
b) 23 og 24. febrúar- skertir dagar hætt kl. 11:30 (1 dagur)
c) Öskudagur-uppbrots dagur- heim á hádegi (0,5 dagur)
d) Starfsdagur 21.apríl (1 dagur)
e) Skólaslit, heim að þeim loknum (0,5 dagur)
f) Hægt að semja við skólastjórnendur um að taka út styttingu, án þess að skerða kennslu (0,5-1,5 dagur).

Skólastjóri GRV mun halda utan um framkvæmd styttingar kennara.

Bæjarráð samþykkir tillögu að styttingu vinnutíma kennara skv. ofangreindu, að því tilskyldu að framkvæmd vinnutímastyttingarinnar verði gegnsæ og ábyrg. Betri vinnutími kennara – til bæjarráðs_okt2022.pdf