Hafnasamband Íslands fór fram í Félagsheimilinu Klifi í Snæfelsbæ dagna 27. og 28. október sl.

Á fundinum var stjórn HÍ árin 2022-2024 kjörin. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, fékk endurnýjað umboð til að leiða Hafnasambandið næstu tvö ár en auk hans sitja áfram í stjórninni þau Pétur Ólafsson, Hafnasamlagi Norðurlands og Alexandra Jóhannesdóttir frá Skagastrandarhöfnum. Þá sitja varamennirnir Björn Arnaldsson, frá Höfnum Snæfellsbæjar, og Hanna Björg Konráðsdóttir Reykjaneshöfn áfram.

Ný inní stjórnina koma þau Gunnar Tryggvason frá Faxaflóahöfnum, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir Fjarðabyggðahöfnum, Þórdís Sif Sigurðardóttur Vesturbyggðahöfn og Elliði Vignisson Þorlákshöfn. Þá var Dóra Björk Gunnarsdóttir frá Vestmannaeyjahöfn kjörin í varastjórn.