“Framkvæmdir ganga vel og eru á lokametrunum, skipið fór niður úr dokkinni í gærkvöldi og unnið er að lokafrágangi við bryggju í Hafnarfirði,” sagði Hörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir en Herjólfur IV hefur verið í þurrkví í Hafnarfirði síðan 10. október.

Skipið verður komið til Vestmannaeyja á laugardaginn og þá fer fram vinna við að undirbúa skipið fyrir áætlanasiglingar ásamt því að vinna þarf að fara fram við Herjólf III til að hann geti farið aftur til Færeyja að sögn Harðar.

“Siglingar eftir hádegi á laugardag falla því niður vegna undirbúningsvinnu. Herjólfur IV mun hefja sína sjö ferða áætlun sunnudaginn 06.11.2022,” sagði Hörður að lokum.