Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í vikunni var tekin fyrir umsókn frá Braga Magnússyni fyrir hönd Icelandic Land Farmed Salmon ehf. þar var sótt um leyfi fyrir uppsetning starfsmannabúða þar sem áður voru búningsklefar við Helgafellsvöll sbr. meðfylgjandi gögnum.

Ráðið samþykkti erindið en leggur áherslu á snyrtilega umgjörð í kringum starfsmannabúðirnar. Ráðið felur starfsfólki umhverfis- og framkvæmdasviðs framgang málsins og að gera samkomulag við umsækjanda um tímamörk og ábyrgð á frágangi svæðisins. Bent er á að framkvæmdin er byggingaleyfisskyld og frekari afgreiðslu málsins vísað til byggingarfulltrúa.

Helgafellsvöllur-Starfsmannabúðir.pdf

Fyrirspurn til Skipulagsráðs/Skipulagsfulltrúa.pdf