Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fundaði í vikunni og voru þar sex mál á dagskrá. Það sem gerir fundargerðina nokkuð merkilega að helmingurmálanna snéri að uppsetningu minnisvarða sem allir verða staðsettir á eða við hið svo kallaða Nýja Hrauni í Vestmannaeyjum.

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka
Fyrir fundinum lágu drög að minnisvarða að tilefni 50 ára goslokaafmæli Heimaeyjargossins hönnuðum af Ólafi Elíassyni. Lögð er fram tillaga um að hefja vinnu vegna þarfra skipulagsbreytinga fyrir uppsetningu minnismerkisins. Ráðið samþykkti að hefja skipulagsvinnu vegna framkvæmda tengdum fyrirhuguðum minnisvarða á Eldfellshrauni og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins.

Minnisvarði um Magnúsarbakarí á Elfellshrauni
Gunnar Júlíusson fyrir hönd afkomenda Magnúsar Bergsonar sótti um að reisa minnismerki um Magnúsarbakarí sem stóð við Heimagötu 4. Magnúsarbakarí var stofnað þann 23.01.1923 og á því 100 ára afmæli á gosdaginn 23.01.2023. Ráðið samþykkti erindið og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins.

Magnúsarbakarí-100ára-minnism-kynning-tillögur-4bls.pdf

Minnisvarði um sjómenn sem hafa farist til hafs
Ríkharður Zoega Stefánsson fyrir hönd Sjómannafélags Vestmannaeyja sótti um að setja upp minnismerki um sjómenn sem hafa farist til hafs á Skansi sbr. meðfylgjandi gögnum.
Minnismerkið er 1,5 m þar sem það er lægst og 2,5 m þar sem það er hæst. Breidd er 9 m og dýpt undirstöðu 0,5 m. Ráðið samþykkti erindið og felur skipulagsfulltrúa framgang málsins í samstarfi við forstöðumann Safnahúss Vestmannaeyja.

Minnisvarði um sjómenn.pdf